Snorri um Aron: Fullt annað sem fólk sér ekki

Aron Pálmarsson var á meðal bestu leikmanna íslenska liðsins á …
Aron Pálmarsson var á meðal bestu leikmanna íslenska liðsins á EM. Ljósmynd/Kristjan Orri Jóhannsson

„Ég held að það sé mikilvægt að hrósa honum fyrir þetta mót,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handknattleik, í Fyrsta sætinu.

Snorri Steinn, sem er 42 ára gamall, stýrði íslenska liðinu í fyrsta sinn á stórmóti á Evrópumótinu í Þýskalandi sem lauk á dögunum en Ísland hafnaði í 10. sæti á mótinu. 

Sinnti því hlutverki mjög vel

Landsliðsfyrirliðinn Aron Pálmarsson var á meðal bestu manna íslenska liðsins á mótinu í ár en hann skoraði 25 mörk og gaf 21 stoðsendingu í Þýskalandi.

„Það er fullt annað sem fólk sér ekki og hann er auðvitað fyrirliði liðsins og hann sinnti því hlutverki mjög vel,“ sagði Snorri Steinn.

„Hann var leiðtogi liðsins, ekki bara inn á vellinum heldur líka utan hans, og það var gott fyrir hann að klára þetta mót eins og hann gerði,“ sagði Snorri Steinn meðal annars.

Hægt er að hlusta á umræðuna í heild sinni í spil­ar­an­um hér fyr­ir ofan eða með því að smella hér. Þátt­ur­inn er einnig aðgengi­leg­ur á öll­um helstu hlaðvarps­veit­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert