„Það er fullt af hlutum sem bögga mann“

Snorri Steinn Guðjónsson.
Snorri Steinn Guðjónsson. AFP/Ina Fassbender

„Svo að því sé haldið til haga þá er ég ennþá í þeirri vinnu að gera upp leikina og ég er ennþá í því að horfa aftur á leikina og greina þá,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handknattleik, í Fyrsta sætinu.

Snorri Steinn, sem er 42 ára gamall, stýrði íslenska liðinu í fyrsta sinn á stórmóti á Evrópumótinu í Þýskalandi sem lauk á dögunum en Ísland hafnaði í 10. sæti á mótinu.

Tækifærin til staðar

Íslenska liðið gerði jafntefli í fyrsta leik gegn Serbíu, 27:27, vann svo nauman sigur gegn Svartfjallalandi, 31:30, og tapaði loks stór fyrir Ungverjalandi, 33:25, í riðlakeppninni sem leikin var í München.

„Það er fullt af hlutum sem bögga mann, þegar maður horfir á þetta aftur og hugsar um þetta,“ sagði Snorri Steinn.

„Mér fannst tækifærin í fyrstu tveimur leikjunum vera til staðar, tækifærin til þess að ganga frá leikjunum, og byrjunin á svona móti er alltaf erfið því það er bæði spenna og stress.

Mér fannst við fá augnablik í báðum leikjunum til að negla leikinn og það var klaufaskapur að gera það ekki,“ sagði Snorri Steinn meðal annars.

Hægt er að hlusta á umræðuna í heild sinni í spil­ar­an­um hér fyr­ir ofan eða með því að smella hér. Þátt­ur­inn er einnig aðgengi­leg­ur á öll­um helstu hlaðvarps­veit­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert