Snorri Steinn: Ég horfi á þetta mót sem vonbrigði

Snorri Steinn Guðjónsson.
Snorri Steinn Guðjónsson. AFP/Ina Fassbender

„Ég horfi á þetta mót sem vonbrigði,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handknattleik, í Fyrsta sætinu.

Snorri Steinn, sem er 42 ára gamall, stýrði íslenska liðinu í fyrsta sinn á stórmóti á Evrópumótinu í Þýskalandi sem lauk á dögunum en Ísland hafnaði í 10. sæti á mótinu. 

Spilamennskan ekki nægilega góð

Yfirlýst markmið íslenska liðsins fyrir Evrópumótið var að tryggja sér sæti í undankeppni Ólympíuleikanna 2024 sem fram fara í París í sumar en það tókst ekki.

„,Við náðum ekki markmiðum okkar og spilamennskan var ekki nægilega góð,“ sagði Snorri Steinn.

„Þetta var of kaflaskipt og við getum farið í fullt af hlutum þar sem vantaði mikið upp á. Að komast svo ekki í undankeppni Ólympíuleikanna voru mikil vonbrigði,“ sagði Snorri Steinn meðal annars.

Hægt er að hlusta á umræðuna í heild sinni í spil­ar­an­um hér fyr­ir ofan eða með því að smella hér. Þátt­ur­inn er einnig aðgengi­leg­ur á öll­um helstu hlaðvarps­veit­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert