Ræddi frammistöðu Ómars Inga á EM

Ómar Ingi Magnússon.
Ómar Ingi Magnússon. Ljósmynd/Kristján Orri

„Hann var að stíga upp úr meiðslum síðasta haust og spilaði ekkert með Magdeburg í nokkra mánuði,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handknattleik, í Fyrsta sætinu.

Snorri Steinn, sem er 42 ára gamall, stýrði íslenska liðinu í fyrsta sinn á stórmóti á Evrópumótinu í Þýskalandi sem lauk á dögunum en Ísland hafnaði í 10. sæti á mótinu. 

Ekki kominn í sitt besta form

Ómar Ingi Magnússon átti ekki sitt besta stórmót og varð meðal annars fárveikur í milliriðlakeppninni en hann er lykilmaður hjá Evrópumeisturum Magdeburg og hefur verið einn besti leikmaður íslenska liðsins undanfarin ár.

„Ef menn rýna í það þá sér maður að hann er ekki alveg kominn til baka í sitt besta form, í það form sem við þekkjum hann best í,“ sagði Snorri Steinn.

„Ómar er frábær handboltamaður og einn sá besti í heiminum í dag. Það er enginn að tala hann niður þegar við segjum að hann hafi ekki náð sér á strik.

Hann veit það manna best sjálfur og er eflaust sár og svekktur með það en þetta er ekki í síðasta skiptið sem menn lenda í lægð á sínum ferli og þetta snýst um það hvernig þú kemur til baka,“ sagði Snorri Steinn meðal annars.

Hægt er að hlusta á umræðuna í heild sinni í spil­ar­an­um hér fyr­ir ofan eða með því að smella hér. Þátt­ur­inn er einnig aðgengi­leg­ur á öll­um helstu hlaðvarps­veit­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert