Íslenskur læknir kom áhorfanda til bjargar á EM

Stuðningsmenn á leiknum í dag.
Stuðningsmenn á leiknum í dag. AFP/Kirill Kudryavtsev

Arnar Sigurðsson, liðlæknir hjá sænska landsliðinu, kom áhorfanda til bjargar á bronsleik Svía og Þjóðverja á EM karla í handknattleik í Þýskalandi í dag. 

Stöðva þurfti leikinn um miðjan fyrri hálfleik í langan tíma á meðan hugað var að áhorfanda sem virtist hafa hnigið niður. Svíar unnu síðan leikinn með þremur mörkum, 34:31, og tryggðu sér um leið sæti á Ólympíuleikunum í París í sumar. 

Fram kemur á vef sænska ríkissjónvarpsins að áhorfandinn hafi verið Ítali í sænskri landsliðstreyju. 

Alfreð Gíslason er þjálfari þýska landsliðsins sem mætti Svíþjóð í …
Alfreð Gíslason er þjálfari þýska landsliðsins sem mætti Svíþjóð í dag. AFP/Kirill Kudryavtsev

Liðlæknar Svía og Þjóðverja brugðust fljótt við og hjálpuðu áhorfandanum að ganga til sætis á ný. Fengu læknarnir svo lófaklapp frá áhorfendunum er þeir yfirgáfu stúkuna og sneru aftur á vararmannabekkina. 

Arnar Sigurðsson er sá liðlæknir Svía sem um ræðir en hann er einnig margfaldur Íslandsmeistari í tennis. Á heimasíðu RÚV má sjá myndskeið af atvikinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert