Hansen orðinn markahæstur – Guðjón Valur niður í þriðja sætið

Mikkel Hansen að fagna marki í dag.
Mikkel Hansen að fagna marki í dag. AFP/Liselotte Sabroe / Ritzau Scanpix

Danski handboltamaðurinn Mikkel Hansen er orðinn markahæsti leikmaður í sögu EM karla í með 296 mörk eftir úrslitaleik Evrópumótsins gegn Frökkum í dag.

Fyrir mótið átti Guðjón Valur Sigurðsson metið með 288 mörk en fyrr á mótinu sló Frakkinn Ni­kola Kara­batic metið. Hann endaði mótið með 295 mörk.

Mikkel Hansen skoraði níu mörk í kvöld í úrslitaleiknum og bætti þá metið hans Kara­batic um eitt mark.

Handboltasérfræðingurinn Rasmus Boysen, benti á áhugaverða tölfræði á samfélagsmiðlinum X eftir leikinn og sagði að Hansen væri einnig markahæsti leikmaður í úrslitaleikjum mótsins, með 27 mörk. Þar á eftir er Karabatic með 22 mörk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert