„Má auðvitað ekki gleyma Jóni Ragnari Jónssyni“

„Ég skipti úr Haukum yfir í FH þegar ég var í 5. flokki,“ sagði fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Emil Hallfreðsson í Dagmálum.

Emil, sem er 39 ára gamall, lagði skóna á hilluna síðasta sumar eftir afar farsælan atvinnumannaferil en er búsettur á Ítalíu í dag og stefnir á umboðsmennsku í framtíðinni. 

Mjög sterkir árgangar 

Emil varð Íslandsmeistari með FH árið 2004 og hélt svo út í atvinnumennsku að tímabilinu loknu.

„Það voru mjög sterkir árgangar þarna á þeim tíma,“ sagði Emil.

„Davíð Þór Viðarsson, Sverrir Garðarsson, Atli Guðnason, Heimir Guðmundsson, Pétur Óskar Sigurðsson, Hannes Þ. Sigurðsson og Víðir Leifsson sem dæmi og margir af þessum strákum urðu meistaraflokksleikmenn.

Samkeppnin var mikil en samt vorum við allir mjög góðir vinir. Það má auðvitað ekki gleyma Jóni Ragnari Jónssyni, ég var með hann mjög ofarlega í huga líka,“ sagði Emil meðal annars.

Viðtalið við Emil í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Emil Hallfreðsson og Jón Ragnar Jónsson.
Emil Hallfreðsson og Jón Ragnar Jónsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert