Kaplakrikavöllur ekki tilbúinn, leik við HK víxlað

Kjartan Henry Finnbogason og Brynjar Snær Pálsson eigast við i …
Kjartan Henry Finnbogason og Brynjar Snær Pálsson eigast við i leik FH og HK í Kaplakrika á síðasta tímabili. mbl.is/Óttar Geirsson

FH-ingar geta ekki leikið á heimavelli sínum í Kaplakrika næsta laugardag þegar þeir mæta HK í þriðju umferð Bestu deildar karla í fótbolta.

FH hóf tímabilið á tveimur útileikjum, gegn Breiðabliki og KA, en átti að taka á móti HK í Kaplakrika á laugardaginn.

Félögin hafa nú víxlað heimaleikjum þannig að leikurinn á laugardag fer fram í Kórnum í Kópavogi, heimavelli HK, en seinni leikur liðanna í sumar fer þá fram í Kaplakrika.

Leiknum hefur jafnframt verið flýtt til klukkan 14 en hann átti að hefjast klukkan 16.15 í Hafnarfirði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert