Meira en að segja það að taka við af Óskari Hrafni

„Þeir fórnuðu deildarkeppninni hér heima fyrir Sambandsdeildina,“ sagði Víðir Sigurðsson, fréttastjóri íþrótta hjá Morgunblaðinu, í upphitunarþætti Dagmála fyrir Bestu deild karla í knattspyrnu þegar rætt var um Breiðablik.

Blikum er spáð 3. sæti deild­ar­inn­ar í spá íþrótta­deild­ar Árvak­urs en liðið hafnaði í fjórða sæt­inu á síðustu leiktíð.

Miklar breytingar milli ára

„Það eru miklar breytingar á milli ára og þetta eru einhverjir fimm leikmenn farnir og fimm leikmenn komnir,“ sagði Víðir.

„Blikarnir eru með lið sem getur barist um Íslandsmeistaratitilinn, á því leikur enginn vafi, og þeir eru með mikla breidd.

Kannski er Halldór Árnason mesta spurningamerkið því það er meira en að segja það að taka við af Óskari Hrafni Þorvaldssyni,“ sagði Víðir meðal annars.

Upphitunarþátt Dagmála fyrir Bestu deild karla má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Halldór Árnason og Óskar Hrafn Þorvaldsson.
Halldór Árnason og Óskar Hrafn Þorvaldsson. Ljósmynd/Kristinn Steinn
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert