Félagshjartað gæti bjargað Árbæingum

„Fylkismenn eru í þeim fasa að þeir eru að reyna að festa sig í sessi í efstu deild,“ sagði Víðir Sigurðsson, fréttastjóri íþrótta hjá Morgunblaðinu, í upphitunarþætti Dagmála fyrir Bestu deild karla í knattspyrnu þegar rætt var um Fylki.

Árbæingum er spáð 10. sæti deild­ar­inn­ar í spá íþrótta­deild­ar Árvak­urs en liðið hafnaði í áttunda sæt­inu á síðustu leiktíð.

Veikari núna en í fyrra

„Þeir björguðu sér frá falli í lokaumferðinni á síðustu leiktíð og hópurinn virðist vera veikari núna en í fyrra,“ sagði Víðir.

„Það er mikil hætta á því að þeir verði í vandræðum og ég hugsa að þeir yrðu sáttir við 10. sætið í ár.

Það er mikið af uppöldum leikmönnum í ár, með félagshjarta, og kannski verður það það sem fleytir þeim í það að halda velli í deildinni,“ sagði Víðir meðal annars.

Upphitunarþátt Dagmála fyrir Bestu deild karla má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Fylkismenn fagna marki á síðustu leiktíð.
Fylkismenn fagna marki á síðustu leiktíð. mbl.is/Hákon Pálsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert