Nautið: Að segja já er lykilinn

Elsku Nautið mitt, ég fæ hreinlega gæsahúð yfir því hvað lífið á eftir að gefa þér. Þú færð verðlaun eða hrós frá ótrúlegustu stöðum og þú vinnur svo sérstaklega vel undir hrósi og/eða einlægni. En það kemur fyrir að þú finnur ekki árangur af erfiði þínu og þá máttu sleppa því um stund eða víkja hugsunum þínum annað.

Það þýðir ekki þú eigir að hætta einhverju, heldur þýðir það að það ríkir ekki keppnisandi í hjarta þínu yfir því sem þú ert að gera. Og þótt þú leggir eitthvað til hliðar og beinir athugulum krafti þínum annað, þá segir það mér samt að þú munt klára meira en þú heldur og á skemmri tíma en þér dettur í hug.

Það hefur angrað þig að þér finnst hafa verið þoka yfir heilabúinu þínu. Og þú frýst og sýnir verri mynd eins og sjónvarpið þegar netið er ekki nógu virkt. Í staðinn fyrir að finnast þetta alveg ómögulegt skaltu bara segja að þú ætlir að hvíla þig í smástund. Og þá meina ég að hvíla þig í alvöru, ekki bara sofa, heldur að finna það innra með þér hvernig þú sleppir öllu úr huga þínum. Lærðu helst öndunaræfingar og hugsaðu bara um að anda inn og út. Með þessu ertu að uppfæra sálina, því það hefur einfaldlega verið svo mikið álag út af svo mörgu. Samt hefur margt verið svo athyglisvert og svo gaman. Þú ert, hjartað mitt, merki ástarinnar og þess vegna er hin hreina og tæra ást mikilvægari en hjá öðrum merkjum dýrahringsins. Og í þeirri aðstöðu geturðu látið binda þig allt of fast niður, hvort sem það er út af ást sem var, ást sem er eða ástinni sem þér finnst þig vanta.

Það er svo mikilvægt fyrir konur í Nautsmerkinu að hafa andlegt og veraldlegt öryggi, og þetta stoppar þig oft í því að gera það sem þú vilt. Ef þér finnst þú vera búin/n að labba í hringi og allt það sama sé að birtast þér, og þá er ég að sjálfsögðu að tala um bæði kynin í þessu blessaða merki, þá geturðu bara klippt á þessa vanahringi, það kemur enginn annar þér til bjargar að lifa. Ég sagði á forsíðunni á Morgunblaðinu um áramótin: „Segðu já“, og ég er gallhart Naut en hef oft komið mér í alls kyns vesen og vitleysu út af þessum „jáum“ þótt mig langi til að segja nei. Svo þetta er áskorun bæði fyrir þig og mig; segðu bara já, það er lykillinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál