Nautið: Þú verður löðrandi í kynþokka

Elsku Nautið mitt,

það hefur sko verið allskonar tvist í lífi þínu undanfarið. 30. maí kviknaði nýtt ferli og hjarta þitt byrjaði að ná jafnvægi. Þú ert að fara inn í ævintýraheim. Þú ert líka einn af þeim blessuðu í stjörnumerkjunum sem tengist því þegar Júpíter fer að snúast í öfuga átt. Það gerist 3. júní og þá er eins og öll þreytan og slenið gufi upp. Þú þýtur í átt að lífsgleðinni. Þrátt fyrir margt sem amar að í kringum þig, þá verður þetta besta og kraftmesta sumar sem þú hefur átt síðustu árin. Í þessu ævintýraferðalagi gerast hlutir sem þig getur ekki einu sinni dreymt um eða látið þig dreyma um.

Að sjálfsögðu eru ekki allir sem óska þér góðs, það er það sem þú þarft að sætta þig við, því að eins og Dale Carnegie sagði það er ekki sparkað í hundshræ. Því að öfundin er svo öflug að ef hún væri virkjuð þyrfti ekki rafmagna á Íslandi. Þú tekur gott kæruleysi til þín, drekkur það þegar þú vaknar með morgunmatnum. Og þú hugsar ekki eina stund um fólk sem hugsar illa til þín eða býr til slúður, því það er þeirra val, ekki þitt.

Allt gengur svo hratt fyrir sig að þú verður forviða. Ef þú hefur lent í veseni vegna peninga eða samninga, þá leysist það allt saman og hverfur eins og dögg fyrir sólu. Hvort sem þú ert laus og liðug eða í föstu sambandi, þá verður þú löðrandi í kynþokka. Kynþokkinn mun drjúpa af þér eins og regnboginn. 

Í því skiptir engu máli hvernig þú lítur út, því það er þín skoðun ef þér finnst þú ekki nógu dásamleg akkúrat eins og þú ert. Þú verður fljót að afgreiða menn og málefni og reddar þér hvað svo sem það er sem þig vantar. Ef þú ert orkulaus, slöpp eða veik, þá er lausnin nálægt þér. Þú þarft að finna hana. Þú munt líklega lesa viðtal við manneskju í blaðagrein sem mun hreyfa við þér og segja þér hvað þú þarft. Það eru ótrúlegustu leiðir sem þessi merkilegi geimur getur sent þér skilaboð. Svo vertu vakandi.

Knús og kossar,

Sigga Kling

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál