Bað pabba sinn að borga fyrir Tinder-stefnumót

Emma Louise Sanders fór á stefnumót með manni sem gat …
Emma Louise Sanders fór á stefnumót með manni sem gat ekki borgað og þurfti að hringja í pabba sinn. skjáskot

Kona í Bretlandi sem hefur farið á fjöldann allan af skelfilegum Tinder-stefnumótum deilir sögum nokkrum af þeim verstu stefnumótum sem hún hefur farið á.

Hin þrítuga Emma Lousie Sanders notaði stefnumótaforritið Tinder til þess að leita sér að maka. Á endanum fann hún þann eina rétta en á þeim tveimur árum sem hún notaði forritið fór hún á fjölda skelfilegra stefnumóta.

Hún kynntist meðal annars manni sem var trúlofaður annarri konu. Hún fór líka á stefnumót með manni sem þurfti að hringja í pabba sinn eftir glæsilegan kvöldverð á dýrum veitingastað því hann átti ekki fyrir reikningunum.

Sanders segir í viðtali við Essex Live að maðurinn sé tvíburi og hafi bara haft myndir af sér með tvíburabróður sínum á Tinder. Hún var því ekki alveg viss hvorn þeirra hún væri að fara hitta. Hann bauð henni á rándýran veitingastað, pantaði fínasta matinn, fjölda kokteila og montaði sig af rándýru úri. Hann sagði henni að hún þyrfti ekki að borga.

Maturinn kostaði tugi þúsunda og þegar kom að því að borga var ekki heimild á kreditkortinu hans. „Ég vildi alls ekki borga minn hluta þar sem hann pantaði drykki handa mér, þrátt fyrir að ég hafi sagt nei og drakk þá svo sjálfur,“ sagði Sanders.

Þegar í ljós kom að hann ætti ekki fyrir máltíðinni hringdi hann í pabba sinn og bað hann um að millifæra á sig. Hann þurfti síðan að fara út í hraðbanka. Á meðan beið Sanders inni á veitingastaðnum, sem hélt kortinu hennar á meðan svo þau myndu ekki láta sig hverfa.

Sanders hafði tekið mynd af kvöldverðinum þeirra, birt á Facebook og merkt hann í færsluna. Seinna kom svo í ljós að maðurinn átti kærustu og sá hún færsluna.

„Hann var lygasjúkur,“ sagði Sanders sem bað hann um að hitta sig aftur seinna á veitingastað þar sem hún þekkti starfsfólkið. Þegar hún spurði hann hvort hann ætti kærustu varð hann hálf lúpulegur og sagði ekki neitt. Hún sagði honum svo að koma sér í burtu, en þó ekki fyrr en hann væri búinn að greiða fyrir matinn sinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál