Lækkaði aldur sinn á Tinder og fékk fleiri „mötch“

Lorrae Carr lækkaði aldur sinn um 2 ár.
Lorrae Carr lækkaði aldur sinn um 2 ár. skjáskot/Facebook

Hin 51 árs gamla einhleypa Lorrea Carr ákvað að lækka aldur sinn um 2 ár á stefnumótaforritinu Tinder og í kjölfarið fékk hún fimm sinnum fleiri „mötch“ við karlmenn. 

Carr greindi frá þessari tilraun sinni í viðtali við Brisbane Times á dögunum. Hún segir að þegar konur verði fimmtugar verði þær ósýnilegar fyrir karlmönnum. Hún gerði tvo reikninga á stefnumótaforritinu, einn þar sem hún er 51 árs og einn þar sem hún er 49 ára. Hún hafði nákvæmlega sömu myndir af sér á báðum reikningunum.

Hin tveggja barna móðir segist ekki vera að villa á sér heimildir heldur aðeins í leit að karlmanni á sínum aldri. Hún sagði að fimmtugs afmælið væri einskonar múr fyrir karlmenn og að þeir vilji ekki konur sem eru eldri en það. 

Þrátt fyrir að ljúga til um tvö ár á Tinder þá segist hún alltaf segja mönnum raunverulegan aldur sinn ef hún hittir þá á stefnumóti. Carr segir að það skorti ekki karlmenn þarna úti en að flestir séu með meiri „farangur“ því eldri sem þeir verða og því sé erfitt að finna „almennilegan“ mann. 

Carr segir karlmönnum þó alltaf raunverulegan aldur sinn ef hún …
Carr segir karlmönnum þó alltaf raunverulegan aldur sinn ef hún hittir þá á stefnumóti. skjáskot/Facebook

Hún bætti við að flestir karlmenn á hennar aldri séu ekki að leitast eftir sambandi eða að leita eftir konum sem eru töluvert yngri en þeir, almennilegir menn væru eins og einhyrningar. 

Hún hefur ekki enn fundið þann eina rétta en heldur áfram í vonina. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál