Innlit í heillandi fjölskylduhús

Í eldhúsinu er vegleg eyja.
Í eldhúsinu er vegleg eyja. Sigurgeir Sigurðsson

Í einu af betri hverfum höfuðborgarinnar býr fjölskylda í huggulegu 300 fm einbýli. Fjölskyldan endurnýjaði húsið mikið fyrir nokkrum árum og klæðskerasneið húsið að þörfum fjölskyldunnar. Þau fengu arkitektinn Björgvin Snæbjörnsson til liðs við sig. Hann hannaði innviði hússins eins og innréttingar og svo breytti hann skipulagi þess. Hann færði eldhúsið í hinn endann til að það nyti sín sem best.

Húsmóðirin segir að Björgvin hafi hugsað út í öll smáatriði og þau hafi verið mjög ánægð með hans störf. Eldhúsið kemur reyndar frá Þýskalandi og frá merkinu Sie Matic en allar aðrar innréttingar voru sérsmíðar hjá Hegg.

Á gólfunum er gegnheilt eikarparket en flísarnar eru úr svörtu graníti.

Baðherbergin eru sérlega glæsileg. Á veggjunum og á gólfi er sandsteinn og spilar hann fallega á móti granítinu. Húsgögnin koma héðan og þaðan. Verslunin Gegnum glerið er í uppáhaldi og koma sófarnir í stofunni þaðan.

Eldhúsinnréttingin kemur frá Sie Matic sem er þýskt gæðamerki. Það …
Eldhúsinnréttingin kemur frá Sie Matic sem er þýskt gæðamerki. Það er granít á borðplötunni. Sigurgeir Sigurðsson
Horft úr eldhúsinu inn í borðstofu.
Horft úr eldhúsinu inn í borðstofu. Sigurgeir Sigurðsson
Borðið er úr Epal en stólarnir eru úr versluninni Gegnum …
Borðið er úr Epal en stólarnir eru úr versluninni Gegnum glerið. Sigurgeir Sigurðsson
Gólfin eru parketlögð með gegnheilu eikarparketi.
Gólfin eru parketlögð með gegnheilu eikarparketi. Sigurgeir Sigurðsson
Forstofan er björt og rúmgóð. Það er granít á gólfunum.
Forstofan er björt og rúmgóð. Það er granít á gólfunum. Sigurgeir Sigurðsson
Litla baðherbergið, sem er inn af forstofunni, er fallega hannað. …
Litla baðherbergið, sem er inn af forstofunni, er fallega hannað. Takið eftir lýsingunni. Sigurgeir Sigurðsson
Sjónvarpsherbergið er á neðri hæðinni. Takið eftir rimlunum. Þeir stúka …
Sjónvarpsherbergið er á neðri hæðinni. Takið eftir rimlunum. Þeir stúka gang og sjónvarpsherbergi af og setja fallegan svip á húsið. Sigurgeir Sigurðsson
Svanir Arne Jacobsen prýða stofuna. Þeir fást í Epal.
Svanir Arne Jacobsen prýða stofuna. Þeir fást í Epal. Sigurgeir Sigurðsson
Málverk eftir Georg Guðna setur punktinn yfir i-ið.
Málverk eftir Georg Guðna setur punktinn yfir i-ið. Sigurgeir Sigurðsson
Stofusófarnir eru úr Gegnum glerið.
Stofusófarnir eru úr Gegnum glerið. Sigurgeir Sigurðsson
Stofan er hlýleg.
Stofan er hlýleg. Sigurgeir Sigurðsson
Baðherbergið inn af hjónaherberginu er smekklega hannað. Raufarnar fyrir lýsinguna …
Baðherbergið inn af hjónaherberginu er smekklega hannað. Raufarnar fyrir lýsinguna koma vel út. Sigurgeir Sigurðsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál