Viktor skartar 19 þúsund króna merkjavöruhúfu

Gæti verið hann að Viktor sæki innblástur til eins þekktasta …
Gæti verið hann að Viktor sæki innblástur til eins þekktasta þjóðarleiðtoga sögunnar? Samsett mynd

Viktor Traustason forsetaframbjóðandi gengur oft um með rauða húfu frá vörumerkinu Perfect Moment. Húfan kostar 19.000 kr. og er klæðileg. Íslendingar þekkja fatamerkið Perfect Moment vel því það hefur verið eftirsótt hjá íslenskum skíðadrottningum sem vita fátt betra en að fara í „après-ski“ í Ölpunum. 

Á mynd sem er á framboðssíðu Viktors má sjá merkið …
Á mynd sem er á framboðssíðu Viktors má sjá merkið á húfunni, en hún er frá Perfect Moment. Skjáskot/Facebook

Húfan er úr rauðu prjónaefni og með dúski. Viktor virðist stundum snúa húfunni öfugt, svo ekki sjáist í hvíta merkið framan á henni. Það gerir hann eftir tilefni, t.d. þegar hann skilaði inn meðmælalista til kjörstjórnar sumardaginn fyrsta.

Hér gæti hann verið að sækja innblástur í einn þekktasta þjóðarleiðtoga sögunnar: Æðsta strump, sem bar svipaða húfu á höfði. 

Fatamerkið er einnig vinsælt hjá „íslensku sumarkonunum“ en Perfect Moment-vörur má finna á íslensku vefsíðunni sælar.is.

Eftir tilefni snýr hann húfunni öfugt, svo ekki sjáist í …
Eftir tilefni snýr hann húfunni öfugt, svo ekki sjáist í merkið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sleppir jakkafötunum

Viktor er yngsti forsetaframbjóðandinn, varð 35 ára í apríl, og sker hann sig úr frambjóðendahópnum að ýmsu leiti, ekki síst í gegnum fötin sem hann klæðist.

Viktor var til dæmis eini karlkyns frambjóðandinn sem klæddist ekki jakkafötum í fyrstu kappræðunum, 3. maí sem fóru fram í sjónvarpssal Rúv. 

Frekar klæddist hann gallabuxum, blárri skyrtu og, að því er virðist, Chelsea-stígvélum úr rúskinni.

Viktor sleppti jakkafötunum, ólíkt hinum körlunum í framboði. Auk þess …
Viktor sleppti jakkafötunum, ólíkt hinum körlunum í framboði. Auk þess tók hann ekki af sér gestapassann frá Rúv. mbl.is/Arnþór Birkisson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál