Ég nenni stundum ekki að hreyfa mig fet

Helga Arnardóttir er byrjuð mað Hljóðvarpið Lifum lengur.
Helga Arnardóttir er byrjuð mað Hljóðvarpið Lifum lengur.

Helga Arnardóttir sjónvarpskona sem gerði þættina Lifum lengur fyrir Sjónvarp Símans Premium í janúar er nú komin með hljóðvarpið Lifum lengur þar sem hún heldur áfram að fjalla um lykilstoðir heilsu. 

 „Ég er enn með brennandi áhuga á heilsumálum og veit ekki hvenær það dettur upp fyrir en ég hef verið hvött til að gera eitthvað meira úr þessari heilsuumfjöllun því viðbrögðin við sjónvarpsþáttunum voru virkilega góð. Þannig að hljóðvarpið Lifum lengur er algerlega rétt skref í þá áttina. Ég hlusta mikið á hljóðvörp sjálf og kemst í gegnum húsverkin og leiðinlegustu heimilisskyldurnar með því að hafa eitthvað skemmtilegt og uppbyggjandi í eyrunum. Ég hef stundum spænt í gegnum marga klukkutíma af efni ef ég er í göngutúrum,að taka heimilið í gegn eða keyra langar vegalengdir.  Í hljóðvarpinu Lifum lengur gefst líka lengri tími til að ræða við sérfræðinga úr öllum áttum sem ýmist hafa komið fram í sjónvarpsþáttunum eða fólk sem er að tala fyrir breyttum venjum til að huga að heilsufarinu. Ég mun taka fyrir allar lykilstoðirnar til dæmis hvernig við getum breytt mataræðinu okkar með lítilsháttar breytingum, dregið úr sykuráti, byrjað að hreyfa okkur án þess endilega að fara alltaf í ræktina, hvernig við getum látið okkur líða betur andlega og líkamlega og bætt svefninn okkar svo dæmi sé tekið,“ segir Helga. 

Hún segist alls ekki vera nein öfgamanneskja. 

„Ég nenni stundum ekki að hreyfa mig fet og finnst oft mjög erfitt að koma mér í ræktina. Því öll erum við mannleg. Ég er hrifnust af því að reyna koma hollum lífstíl inn í daglega rútínu svo þetta verði ekki of mikið átak sem maður hættir svo að sinna.  Ég ætla að fá til mín fullt af skemmtilegu fólki sem getur gefið okkur góð ráð um allt milli himins og jarðar í heilsumálum,“ segir hún.   

Hljóðvarpið Lifum lengur má finna á podcast appinu bæði á Iphone og Android símum. Til stendur að senda út vikulega þætti næstu mánuði.  

 „Ég óska líka eftir ábendingum um efni sem tengist heilsufari bæði frá vísinda-og fræðimönnum og fólki sem vill koma einhverju á framfæri um heilsuna á lifumlengur@gmail.com eða Instagramsíðuna Lifum lengur,“ segir Helga.    

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál