Innlent | mbl | 14.6 | 15:00

Bæjarritari verður ekki staðgengill bæjarstjóra Akraness

Um leið og bæjarstjórn Akraness samþykkti ráðningu Gísla S. Einarssonar í starf bæjarstjóra Akraness, var tilkynnt að meirihluti bæjarstjórnar hefði komist að samkomulagi um að forseti bæjarstjórnar verði staðgengill bæjarstjóra og í fjarveru þeirra verði formaður bæjarráðs staðgengill bæjarstjóra. Þetta kemur fram á fréttavefnum skessuhorn.is Meira

Innlent | mbl | 28.5 | 0:12

„Líður eins og ég hafi spilað þokkalegan leik en þó tapað honum“

Guðmundur Páll Jónsson.

Guðmundur Páll Jónsson, oddviti framsóknarmanna á Akranesi, segir að sér líði eins og hann hafi spilað þokkalegan leik en þó tapað honum. „Auðvitað vonaðist maður til þess að geta snúið þeirri stöðu sem kannanir sýndu en svo varð ekki,“ segir Guðmundur. Skoða verði hvað hafi valdið þessu og gera umbætur. Meira

Innlent | mbl | 18.5 | 11:36

Yfirlýsing frá Frjálslynda flokknum

Sú gróusaga gengur nú um Akranes, að forysta Frjálslynda flokksins hafi í undafara kosningabaráttu boðið Gísla S. Einarssyni fyrrverandi alþingismanni Samfylkingar sæti á framboðslista Frjálslyndra og óháðra á Akranesi fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Frjálslynda flokknum. Meira

Innlent | mbl | 16.5 | 6:50

Framsóknarflokkur tapar á Akranesi samkvæmt könnun

Framsóknarflokkurinn tapar verulegu fylgi á Akranesi samkvæmt skoðanakönnun, sem Fréttablaðið birtir í dag. Fylgi flokksins mælist 12,7% nú en var 26% í síðustu bæjarstjórnakosningum fyrir fjórum árum. Fylgi Sjálfstæðisflokks og Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs eykst en fylgi Samfylkingarinnar minnkar. Meira

Innlent | mbl | 25.4 | 13:34

Gísli S. Einarsson segir af sér sem varaþingmaður

Gísli S. Einarsson hefur sagt af sér sem varaþingmaður Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi. Gísli hefur verið valinn bæjarstjórnaefni sjálfstæðismanna í bæjarstjórnarkosningunum á Akranesi í maílok og lýsti því þá yfir að hann myndi segja sig úr Samfylkingunni.