Hæstaréttarlögmaðurinn býður upp á hátíðarvikumatseðilinn

Auður Björg Jónsdóttir hæstaréttarlögmaður og sælkeri býður upp á hátíðarvikumatseðilinn …
Auður Björg Jónsdóttir hæstaréttarlögmaður og sælkeri býður upp á hátíðarvikumatseðilinn að þessu sinni. Hún fékk þann heiður að velja hátíðlegasta vikumatseðil ársins. mbl.is/Kristinn Magnússon

Auður Björg Jónsdóttir hæstaréttarlögmaður og sælkeri býður upp á hátíðarvikumatseðilinn að þessu sinni. Hún fékk þann heiður að velja hátíðlegasta vikumatseðil ársins og má með sanni segja að jól og áramót séu matarveisla ársins hjá flestum fjölskyldum landsins. Þá eru kræsingar á borðum landsmanna  í margar daga í röð og eins og eins og máltækið segir réttilega þá er „Matur mannsins megin“ og á vel við þegar veislu skal gjöra.

Auður segir að matur spili stórt hlutverk í lífi fjölskyldunnar …
Auður segir að matur spili stórt hlutverk í lífi fjölskyldunnar og þau hjónin elski að halda matarboð. mbl.is/Kristinn Magnússon

Svo lánsöm að vera gift meistarakokki

Ég er sjálfstætt starfandi hæstaréttarlögmaður hjá JA lögmönnum og sinni þar verkefnum af alls kyns tagi. Þegar kemur að persónulega lífinu er ég ferlega vel gift mamma þriggja frábærra stelpna og uppkomins stjúpsonar sem nú hefur fært mér yndislega tengdadóttur og litla ömmudúllu. Við fjölskyldan búum í Hafnarfirði og reynum að lifa lífinu lifandi og njóta hverrar stundar,“ segir Auður.

Aðspurð segist Auður ekki vera kokkurinn á heimilinu en samt sem áður elsku hún að borða góða mat og bjóða til matarveislu. „Ég verð að viðurkenna að ég elda svo til aldrei. Ég er svo lánsöm að vera gift meistarakokki og hann sér alfarið um eldamennskuna á heimilinu. Þó mér þyki ekki gaman að elda þá hef ég mjög mikinn áhuga á mat og matur spilar stórt hlutverk í lífi okkar. Við elskum að bjóða heim í matarboð og halda veislur. Jólin eru engin undantekning þar á. Við bjóðum vinum og fjölskyldu heim yfir hátíðirnar og förum í skemmtileg jólaboð. Ég tengi engan veginn við það sem ég heyri furðu marga segja að þeim leiðist að fara í mörg jólaboð og upplifi það jafnvel sem kvöð og að jólin séu sem kapphlaup á milli jólaboða,“ segir Auður og bætir við að þetta sé í raun uppáhaldstíminn þeirra.

Jóladagur – Hamborgarhryggur með rauðvínssósu

Við förum alltaf í hamborgarhrygg til mömmu á jóladag og verður engin breyting á því í ár. Humarsúpa og hamborgarhryggur með einstakri rauðvínssósu sem við elskum og dætur mína kalla góðu fjólubláu sósuna. Klassík sem ekki má breyta. Það er ekki til uppskrift að sósunni góðu en þessi hamborgarhryggur finnst mér líkjast hennar. Það toppar auðvitað ekkert mömmumat.“

Girnilegur hamborgarhryggurinn klassíski.
Girnilegur hamborgarhryggurinn klassíski. Ljósmynd/Berglind Hreiðars

Annar í jólum - Hangikjötsforréttur

„Stórfjölskylda mannsins míns hittist á annan í jólum, borðar saman og spilar félagsvist. Virkilega skemmtileg hefð og ungir sem aldnir taka þátt í spilamennskunni. Í fjölskyldunni eru grænkerar sem koma með geggjaða veganrétti en aðrar fjölskyldur koma með hangikjötslæri. Þá er upplagt að brjóta þetta aðeins upp og koma með þennan hangikjötsrétt en þó hann sé merktur sem forréttur þá passar hann vel á hangikjötshlaðborðið. Skemmtilegt tvist á hefðbundinn jólamat.“

Dýrinds hangikjötstart í jólabúningi.
Dýrinds hangikjötstart í jólabúningi. Ljósmynd/Íslenskt lambakjöt

Miðvikudagur – Ljúffengur fiskréttur

Bjúguð af saltneyslu þráir fjölskyldan ferskan fisk eftir jólin. Þetta er uppáhaldsfiskurinn minn og satt að segja eini fiskrétturinn sem ég hef eldað! Partí hjá bragðlaukunum; sætt, súrt, salt og sterkt.“

Góður fiskréttur er kærkominn um hátíðirnar.
Góður fiskréttur er kærkominn um hátíðirnar.
Fiskrétturinn sem allir falla fyrir (mbl.is)

Fimmtudagur – Rauðrófu-carpaccio

„Vinahópurinn ætlar að hittast og borða saman áður en haldið verður í Háskólabíó þar sem við munum venju samkvæmt veltast um af hlátri yfir uppistandi Ara Eldjárn. Ég er mikið fyrir forrétti og panta mér oft engan aðalrétt heldur nokkra forrétti i staðinn þegar ég fer út að borða.  Eftir þungar jólamáltíðir myndi ég helst vilja bjóða hópnum heim í létta smárétti og það er mikið úrval af góðum forréttum undir jólauppskriftum á matarvef mbl. Þar sem ég með algjört æði fyrir rauðrófusalati sem ég bið manninn minn reglulega að gera stóra uppskrift að svo ég geti átt í ísskápnum og borðað það í öll mál þá myndi ég m.a. bjóða upp á rauðrófu carpaccio og bæta kóríander við uppskriftina. Það er varla til betra kombó en rauðrófur og geitarostur.“

Rauðrófur og geitarostur er fullkomin blanda.
Rauðrófur og geitarostur er fullkomin blanda. mbl.is/Árni Sæberg

 

Föstudagur – Steinbítur með vínberjum

„Þessi fiskréttur er sannkallaður veislumatur sem inniheldur rjóma, hvítvín og rjómaost en það eru jú enn þá jól og um að gera vel við sig í mat. Ég man þegar ég fékk þennan rétt í fyrsta skipti á Messanum. Ég kom aftur strax degi síðar. Sjúklega góður.“

Þessi steinbítsréttur er syndsamlega góður með hátíðlegu yfirbragði.
Þessi steinbítsréttur er syndsamlega góður með hátíðlegu yfirbragði.

 

Laugardagur – Taco- partí

„Fjölskyldan elskar taco. Við bætum okkur það upp að hafa misst af Taco Tuesday í vikunni og höldum Taco-veislu. Notumst m.a. við þessa uppskrift enda alveg geggjuð.“

Taco-veisla klikkar aldrei.
Taco-veisla klikkar aldrei. Ljósmynd/Matarmenn

 

Gamlársdagur – Lúxus Wellington að hætti Hinriks

„Við bjóðum stórfjölskyldunni alltaf heim í partí á gamlárskvöld. Ég þori að fullyrða að það eldar enginn betri Wellington steik en maðurinn minn.  Hver biti er eins og draumur einn og þegar ég kem ekki meiru ofan í mig er ég strax farin að hlakka til að vakna og byrja nýtt ár á afgöngum af þessum kræsingum.“ 

Wellington steik á vel við á gamlárskvöld og hver og …
Wellington steik á vel við á gamlárskvöld og hver og einn getur síðan valið sitt uppáhalds meðlæti með steikinni. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert