Rjómalagað alfredo pasta fullt af osti

Ljósmynd/Gott í matinn

Klassískur pastaréttur sem hentar bæði hversdags eða við fínni tilefni. Einfaldur og ómótstæðilega góður!

Rjómalagað alfredo pasta

4 skammtar

  • 400 g tagliatelle pasta
  • 3 msk. smjör
  • 2 stk. hvítlauksrif, smátt söxuð
  • 250 ml laktósalaus G-rjómi eða hefðbundinn rjómi frá Gott í matinn
  • 1 dl rifinn Óðals Tindur
  • 1 dl rifinn parmesan ostur
  • Salt og pipar
  • Þurrkaðar chilliflögur (má sleppa)
  • Fersk steinselja

Aðferð:

  1. Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum á pakka og gerið sósuna á meðan.
  2. Bræðið smjör á pönnu við meðalhita og steikið hvítlaukinn upp úr smjörinu þannig að hann mýkist.
  3. Hellið rjómanum á pönnuna og hleypið suðunni upp.
  4. Lækkið hitann strax niður í lægstu stillingu og bætið ostinum út í rjómann.
  5. Hrærið rólega þar til osturinn er alveg bráðnaður.
  6. Smakkið til með salti og nýmöluðum svörtum pipar og chilliflögum ef vill.
  7. Sigtið pastað en geymið dálítið af pastavatninu.
  8. Setjið pastað út í ostasósuna og blandið vel saman.
  9. Þynnið með pastavatninu eftir þörfum.
  10. Stráið yfir ferskri steinselju og berið fram.
View this post on Instagram

A post shared by Matur á MBL (@matur.a.mbl)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert