Pasta sem passar með öllu

Sítrónupasta með ferskri basiliku fær topp einkun hjá okkur.
Sítrónupasta með ferskri basiliku fær topp einkun hjá okkur. mbl.is/Valdemarsro

Þetta verður að smakkast! Þessi pastaréttur er hinn fullkomni réttur sem verður ekki auðveldari í framkvæmd. Þeir sem eru ekki hrifnir af sítrónum geta skipt út helmingnum af sítrónusafanum fyrir grænmetiskraft.

Sítrónupasta með basilíku (forréttur fyrir 4)

  • 400 g spaghettí
  • ½ dl safi úr sítrónu
  • smávegis af sítrónuberki
  • 1 dl nýrifinn parmesan
  • ½ dl ólífuolía
  • 1 tsk smjör
  • salt og pipar
  • 15 basilikublöð

Aðferð:

  1. Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum í léttsöltuðu vatni.
  2. Blandið í skál sítrónusafa, sítrónuberki, olíu, smjöri, parmesan, salti, pipar og helmingnum af basilíkublöðunum (skorin).
  3. Veltið pastanu upp úr sítrónublöndunni, setjið á diska og skreytið með basilíkublöðum.
mbl.is/Valdemarsro
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert