Pottagaldrar í SKAM ástarævintýri

Íslenskt krydd frá Pottagöldrum kemur við sögu í 2. þætti …
Íslenskt krydd frá Pottagöldrum kemur við sögu í 2. þætti í 3 seríu af SKAM. Skjáskot Ruv.is

Hin gífurlega vinsæla norska þáttaröð SKAM kom skemmtilega á óvart með því að skella kryddi frá Pottagöldrum inn í stórkostlega senu í 3. þáttaröð.

Gífurlegt SKAM-æði ríkir hérlendis og en rauðir varalitir seljast eins og heitar lummur en Noora ein aðalpersónan er alltaf með rauðan varalit. Hátt í 80.000 þúsund manns eru í lokaðri íslenskri SKAM grúppu og ræða þættina í þaula sín á milli.


Í seríu þrjú er Ísak Valtersen aðalpersónan en hann kolfellur fyrir hinum myndarlega Evan. Í þætti tvö býður Evan Isak heim og eldar handa honum forlátt ostabrauð sem hann kryddar meðal annars með kryddi frá Pottagöldrum og þeir grínast með að bera fram nafnið Pottagaldrar sem er þó nafn framleiðandans en ekki heiti á sjálfri kryddtegundinni.

„Ég var búin að frétta af þessu en við vitum ekki meir. Þetta kom okkur í raun bara skemmtilega á óvart,“ segir Kristján Hrafn Bergsveinsson  framkvæmdastjóri Pottagaldra.

„Við greiddum ekkert fyrir þetta og vitum ekkert hvernig krydd frá okkur endaði þarna en við erum ekki í útflutning og seljum kryddið einungis hérlendis þó vissulega sé fólk að flytja það með sér víðar.“ Aðspurður um hvort ekki komi til greina að nýta sér SKAM-æðið og flytja kryddið út segir Kristján Hrafn það ekki vera útilokað. „Það er íslendingur sem býr í Noregi sem hefur sýnt því áhuga en við erum ekkert í útflutningi sjálf sem stendur. Við tökum það þó alveg til greina en það hefur ekki gefist tími í slíkt en við erum til í að skoða það,“ segir Kristján Hrafn en það kom honum á óvart að heyra af frægðarför vörumerkisins í kjölfar þáttana.

Á bloggsíðum er nafninu kastað á milli og fólk velti fyrir sér hvað þetta Pottagaldrar sé og hvar það fáist. Sumir aðdáendur hafa jafnvel gengið svo langt að skrifa upp „uppskriftina“ af ostabrauðinu og jafnvel útbúa myndband með sýniskennslu á herleg heitunum eins og sjá má hér að neðan. Höfundur myndbandsins viðurkennir þó að hann hafi því miður ekki komist yfir Pottagaldra.

Bloggheimurinn hefur mikið velt sér upp úr því hvaðan þetta …
Bloggheimurinn hefur mikið velt sér upp úr því hvaðan þetta Pottagaldra-krydd komi. http://stayinherewithyou.tumblr.com

 


Isak og Evan elda sér saman mjög ógirnilegt ostabrauð í …
Isak og Evan elda sér saman mjög ógirnilegt ostabrauð í Skam.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert