Langar þig að gera þrifin aðeins huggulegri?

Camilla Schram, stofnandi danska vörumerkisins Humdakin mælir með að nýta …
Camilla Schram, stofnandi danska vörumerkisins Humdakin mælir með að nýta 10-15 mínútur á hverjum degi til að halda heimilinu hreinu. Samsett mynd

Camilla Schram, stofnandi danska vörumerkisins Humdakin mælir með að nýta 10-15 mínútur á hverjum degi til að halda heimilinu hreinu í stað þess að taka frá heilan dag fyrir þrif og tiltekt í hverri viku.

„Eitt af mínum bestu ráðum er að sameina þrif með einhverju sem þér þykir skemmtilegt eða notalegt. Hlustaðu á hljóðbók á meðan eða þurrkaðu af á meðan það hellist upp á kaffið. Það þarf ekki meira en það,“ segir Schram.

Nýlega bættist við vöruúrvalið frá Humdakin fallegur standur úr náttúrusteini undir uppþvottalög og uppþvottabursta sem er hin mesta prýði í eldhúsið. Fagurkerinn elskar að hafa eldhúsið fallegt og alla umgjörð kringum hreinlætisvörur stílhreina og fallega fyrir augað.

Tvenna sem hreinsar og gefur góðan ilm

„Eitt af þeim skrefum sem Humdakin hefur tekið til að auðvelda okkur heimilisþrifin var að kynna hina fullkomnu tvennu sem hjálpar þér að halda heimilinu hreinu og vel ilmandi. Um er að ræða alhliða hreinsir og spreybrúsa. Varan virkar þannig að þú blandar um 5 ml af Universal Cleaner í spreybrúsann og fyllir upp með vatni. Í hverjum brúsa nærðu um 200 áfyllingum og þú getur notað efnið á allt yfirborð, gler, við, marmara og allt annað sem þarf að þurrka af og ilmurinn er dásamlegur,“ segir Schram.

Gerðar úr miklum gæðum

Í Íslandi er Epal söluaðili Humdakin. Vörurnar eru gerðar úr miklum gæðum og eru margar 100% lífrænar og án aukaefna. Vörulínurnar er innblásnar af dönskum ströndum og skógum, með meðvitund um áhrif á umhverfið og er meðal annars allur textíll gerður úr GOTS vottuðum bómull og hreinsivörur ásamt sápum eru án parabena og litarefna.

Humdakin vörurnar eru gerðar úr miklum gæðum og eru margar …
Humdakin vörurnar eru gerðar úr miklum gæðum og eru margar 100% lífrænar og án aukaefna. Samsett mynd
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert