Áhugi á fluguhnýtingum í hæstu hæðum

Ein af þeim fjórtán myndum sem Kristján Friðriksson sendi okkur. …
Ein af þeim fjórtán myndum sem Kristján Friðriksson sendi okkur. Þetta er Rauðhetta hnýtt af Pétri Geir Magnússyni. Myndirnar fjórtán sem við birtum hér sýna þann mikla fjölbreytileika sem er í gangi í Febrúarflugum. Ljósmynd/Pétur Geir Magnússon

Þáttaka í viðburðinum Febrúarflugur sem Kristján Friðriksson stofnaði og stendur fyrir, hefur aldrei verið meiri. Nú eru tæplega 1.600 hnýtarar og áhugasamir um fluguhnýtingar, þátttakendur í þessu verkefni. Fjölgað hefur um hundrað manns frá því að febrúar hófst.

Kristján Friðriksson segir að áhuginn núna náni langt út fyrir landsteinana og hafi orðið töluverð aukning áhangenda erlendis frá. „Mér finnst sérstaklega ánægjulegt að sjá nýja hnýtara sýna flugurnar sínar sem margar hverjar eru mjög góðar. Það lofar góðu fyrir framtíð fluguhnýtinga hér heima.“

Hann segir að fram til þessa hafi ríflega hundrað hnýtarar deilt á fimmta hundrað myndum af þeim flugum sem nú er verið að hnýta. Þar ægir saman klassískum silunga– og laxaflugum í bland við nýjar hugmyndir og fyrstu tilraunum byrjenda. 

Fyrir þá sem ekki eru á samfélagsmiðlum má sjá allar flugurnar sem sendar hafa verið inn á heimasíðu Kristjáns og Febrúarflugna á slóðinni fos.is/febrúarflugur.

Flugan Steinríkur sem Arthúr Bogason hannaði. Hnýtari er Kári Jóhannsson …
Flugan Steinríkur sem Arthúr Bogason hannaði. Hnýtari er Kári Jóhannsson og hér er verið að hnýta flugu sem margir hafa notað. Febrúarflugur á facebook þetta árið býður upp á fjölbreytt úrval. Ljósmynd/Kári Jóhannsson
„Frá upphafi hefur markmið þessa átaks verið að hvetja til fluguhnýtinga og gefa hnýturum tækifæri til að sækja sér leiðsögn reyndari hnýtara eða álits þeirra á verkum sínum með einföldum og auðveldum hætti.
Átakið hefur alla tíð fylgt sama sniði og vefurinn FOS.is. Þátttaka kostar ekkert og verkefnið er ekki rekið í hagnaðarskyni, heldur fyrst og fremst með það markmið að leiðarljósi að svala forvitni þeirra sem áhuga hafa á flugum og fluguveiði almennt.
Allt framlag styrktaraðila rennur beint til þeirra hnýtara sem lagt hafa sitt að mörkum til að gera Febrúarflugur jafn skemmtilegar og þær eru,“ upplýsir Kristján um verkefnið.
Í lok mánaðarins verða dregnir úr nokkrir þátttendur og þeir fá glaðning. Til að komast í þann pott þarf bara að skila inn mynd í fabebookhópinn Febrúarflugur.
Sporðaköst báðu Kristján um að velja nokkrar myndir og senda okkur til birtingar. Hann brást vel við því og sagði myndirnar valdar með það að leiðarljósi að sýna þann mikla fjölbreytileika sem endurspeglast í Febrúarflugum og er ekki verið að leggja mat á gæði hnýtinga. Fleiri myndir eru hér fyrir neðan.
Stílhrein og heitir einfaldlega Fössari. Hvort það er nafnið á …
Stílhrein og heitir einfaldlega Fössari. Hvort það er nafnið á flugunni eða bara stemmingin þegar hún var hnýtt, skiptir ekki öllu. Sveinn Sigurjónsson sendi þessa inn. Sveinn Sigurjónsson
PT eða Pheasant Tail. Ein sem virkar alltaf í silungi. …
PT eða Pheasant Tail. Ein sem virkar alltaf í silungi. Jóakim Snorrason sendi þessa mynd inn í Febrúarflugur. Ljósmynd/Jóakim Snorrason
Hjördís Bachman hnýtti þessa og sendi inn. Með því er …
Hjördís Bachman hnýtti þessa og sendi inn. Með því er hún komin í pottinn sem dregið verður úr í lok mánaðar. Ljósmynd/Hjördís Bachman
Þessa túbu sendi Hersir Jón inn. Gæti virkað svo víða …
Þessa túbu sendi Hersir Jón inn. Gæti virkað svo víða fyrir svo marga. Ljósmynd/Hersir Jón
Helga Gísladóttir tekur reglulega þátt í Febrúarflugum. Þetta varð til …
Helga Gísladóttir tekur reglulega þátt í Febrúarflugum. Þetta varð til í væsnum hjá henni. Ljósmynd/Helga Gísladóttir
Zonker sem Guðbjartur Geiri Grétarsson sendi inn. Eins og sjá …
Zonker sem Guðbjartur Geiri Grétarsson sendi inn. Eins og sjá má eru sumir að hnýta fleiri en eina flugu af sömu gerð. Ljósmynd/Guðbjartur Geiri Grétarsson
Silfur perlan hnýtt af Gísla Rúnar Óskarssyni. Þessi er klassísk …
Silfur perlan hnýtt af Gísla Rúnar Óskarssyni. Þessi er klassísk og virkar mjög vel. Fyrsta hugsun er urriði í Mývatnssveit en sjálfsagt eru tengingarnar misjafnar hjá fólki. Ljósmynd/Gísli Rúnar Óskarsson
Girnileg þurrfluga hnýtt af Daniel Vest. Þessi heitir Daddy long …
Girnileg þurrfluga hnýtt af Daniel Vest. Þessi heitir Daddy long legs. Ljósmynd/Daniel Vest
Túba sem Björn Halldór Björnsson hnýtti og sendi inn í …
Túba sem Björn Halldór Björnsson hnýtti og sendi inn í Febrúarflugur. Ljósmynd/Björn Halldór Björnsson
Bjarni Róbert sendi inn mynd af þessari flottúbu. Klaki heitir …
Bjarni Róbert sendi inn mynd af þessari flottúbu. Klaki heitir hún gæti verið spennandi svo víða. Ljósmynd/Bjarni R. Jónsson
Benedikt Halldórsson hnýtti þessa flugu og sendi inn í Febrúarflugur. …
Benedikt Halldórsson hnýtti þessa flugu og sendi inn í Febrúarflugur. Ekki bara ólíkar flugur sem sendar eru inn, heldur eru ljósmyndirnar í fjölbreyttum útfærslum. Ljósmynd/Benedikt Halldórsson
Framlag frá Antoni Karlssyni. Þessi heitir Sóley. Þetta er síðasta …
Framlag frá Antoni Karlssyni. Þessi heitir Sóley. Þetta er síðasta myndin sem við birtum um þessa helgi en skoðum svo annan skammt eftir viku. Ljósmynd/Anton Karlsson
mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert