Disney+ til Íslands í september

Streymisveitan Disney+ verður aðgengileg hér á landi um miðjan september.
Streymisveitan Disney+ verður aðgengileg hér á landi um miðjan september. Skjáskot/Disney

Streymisveitan Disney+ verður aðgengileg íslenskum notendum frá og með 15. september. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Disney en á sama tíma verður streymisveitan aðgengileg í Portúgal, Noregi, Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi, Belgíu og Lúxemborg. 

Disney+ hóf göngu sína í nóvember í fyrra og slógu þættirnir The Mandalorian í gegn en auk Star Wars verður efni frá Pixar og Marvel aðgengilegt á streymisveitunni, að ógleymdum klassískum Disney-myndum. 

Mánaðaráskrif mun koma til með að kosta 7,88 dollara, eða sem nemur um 1.100 krónum. 

Stærri Evrópuríki líkt og Bretland, Þýskaland, Spánn, Ítalía, Austurríki, Írland, Sviss og Frakkland hafa þegar fengið aðgang að Disney+ og bætast löndin átta í þann hóp.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert