mbl | sjónvarp

Sætkartöflumús með karamellukornflexi

MATUR  | 7. desember | 7:05 
Það er ómissandi að hafa sætkartöflumús á hátíðarborðinu en músin er sérstaklega góð með karamellukornflexi.

Sætkartöflumús með
karamellukornflexi

  • 2 stórar sætkartöflur
  • 100 g smjör
  • 100 g kornflex
  • 200 g sykur
  • 30 ml rjómi
  • Salt

Aðferð:

  1. Hitið ofn í 180 gráður og bakið sætu kartöflurnar í 45 mínútur eða þar til þær eru mjúkar í gegn.
  2. Skafið innan úr hýðinu í skál og bætið smjöri við og smakkið til með salti.
  3. Sykur er settur í pott og búin til karamella.
  4. Þá er rjóma bætt við.
  5. Bætið kornflexinu út í.
  6. Setjið kartöflumúsina í eldfast form og karamellukornflexið ofan á.
  7. Bakið á 200 gráðum í 4-5 mínútur.
Jólauppskriftir Hagkaupa
Gefið var út sérblaðið Hátíðarmatur í samstarfi við Hagkaup þann 7. desember 2023 þar sem útlistaðar voru uppskriftir að dýrðlegum jólamat.
Loading