Allar rúður brotnar hjá Fiskikónginum

Fiskikóngurinn
Fiskikóngurinn Samsett mynd/Skjáskot

Allar rúður í verslun Fiskikóngsins á Sogavegi 3 voru brotnar rétt fyrir miðnætti. Kristján Berg, eigandi fyrirtækisins, segir að hann og konan hans séu í áfalli.

„Það er ekkert gaman að vera með fyrirtæki sem þú vinnur berum höndum að við að reisa upp. Ég er búinn að vera vinna hörðum höndum í 35 ár og svo kemur aðili sem ég veit ekki á hvers sökum – ég þekki engan sem á í sök við okkur – og skemmir fyrir okkur. Við erum bara í sjokki, ég og konan,“ segir Kristján í samtali við mbl.is. 

Kristján fær hringingu um klukkan 23.30 í gærkvöldi þegar viðskiptavinur er að keyra fram hjá versluninni og sér að það er verið að brjóta rúðurnar.

Vísir greindi fyrst frá.

Mun leggja fram kæru

Maðurinn hefur verið handtekinn og er í haldi lögreglu. Kristján mun í framhaldinu leggja fram kæru.

„Mér finnst sjálfsagt að leggja fram kæru. Menn eiga ekki að geta labbað hér um Reykjavík eða Ísland og eyðilagt það sem þeim dettur í hug að eyðileggja,“ segir hann.

Sjálfur kveðst Kristján ekki kannast við manninn sem gerði verknaðinn en í færslu á Facebook segir hann þó að um góðkunningja lögreglunnar sé að ræða.

Þrátt fyrir mikið tjón þá er stefnt að því að gera verslunina klára fyrir opnun klukkan 12 í dag.

Uppfært:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert