Rosabaugur yfir höfuðborgarsvæðinu

Um klukkan 16 í dag var rosa­baug­urinn mjög sýnilegur á …
Um klukkan 16 í dag var rosa­baug­urinn mjög sýnilegur á höfuðborgarsvæðinu. mbl.is/Agnar Már Másson

Fyr­r í dag birt­ist svo­kallaður rosa­baug­ur um sólina á himni í höfuðborg­inni, en hann mynd­ast þegar sól­in skín í gegn­um þunna skýja­breiðu hátt á lofti, sem gerð er úr ískristöll­um.

Ljósmynd af rosabauginum tekin í gegnum sólgleraugu.
Ljósmynd af rosabauginum tekin í gegnum sólgleraugu. mbl.is/Agnar Már Másson

„Rosa­baug­ur mynd­ast þegar sól­in skín í gegn­um þunna skýja­breiðu, oft­ast bliku, sem er hátt á himni. Skýja­breiðan inni­held­ur ekki vatns­dropa, held­ur ískrist­alla, því yf­ir­leitt er frost svo hátt uppi. Þá brotn­ar ljósið frá sól­inni í kristöll­un­um og mynd­ast eins kon­ar regn­bogi kring­um sól­ina,“ segir meðal annars um fyrirbærið á vef Veðurstofunnar. 

Nán­ar um rosa­bauga á vef Veður­stofu Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert