Jarðskjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu

Skjálftinn varð undir Kleifarvatni en fannst vel á höfuðborgarsvæðinu.
Skjálftinn varð undir Kleifarvatni en fannst vel á höfuðborgarsvæðinu. Kort/Map.is

Jarðskjálfti varð klukkan 10.02 í morgun og fyrstu tölur frá Veðurstofu Íslands benda til þess að hann hafi verið 3,3 að stærð. Upptök hans urðu undir Kleifarvatni á 6 km dýpi.

Skjálftinn fannst vel á höfuðborgarsvæðinu, að minnsta kosti í Árbæ, Breiðholti og í miðborginni.

Honum fylgja nú einhverjir eftirskjálftar, að sögn náttúruvársérfræðings.

Fréttin hefur verið uppfærð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert