Myndskeið: Þróun eldgossins

Eldgosið á milli Hagafells og Stóra-Skógfells hefur nú staðið yfir í tæpar tólf klukkustundir. 

Gosið hófst klukkan 20:23 í gærkvöldi og var gossprungan um 3 kílómetrar að lengd. Dregið hefur úr krafti gossins en áfram er þó töluvert hraunrennsli.

Á myndskeiðinu hér að ofan má sjá þróun eldgossins frá upphafi þess til klukkan 7:30 í morgun. 

Á myndskeiðinu má meðal annars sjá vinnuvélar keppast við að loka götum á hraun­varn­ar­görðunum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert