Hlakkar til að vakna aftur í Grindavík

Grindavík undir lok nóvember.
Grindavík undir lok nóvember. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis, kveðst hlakka til að geta flutt aftur heim til Grindavíkur. Frá 10. nóvember hefur hann aðeins dvalið eina nótt í bænum en það var þegar stórstreymi var og höfðu menn áhyggjur af því hvernig áhrif það hefði á höfnina eftir hamfarirnar.

„Höfnin dýpkaði um 30 sentimetra, en það versta var að bryggjan lækkaði líka niður um 30 sentimetra. Menn voru að búa sig undir flóðið, en það fór nú vel. Við vorum að læra hvernig það væri. Þá gisti ég hérna og ég var lengi að sofna. En það var rosalega gott að vakna. Það var alveg sérstök tilfinning. Maður hlakkar til að geta farið að vakna hérna aftur í bænum og taka þátt í að byggja þetta upp aftur,“ segir Pétur í samtali við blaðamenn í Hringferðarhlaðvarpi Morgunblaðsins.

Halla María Svansdóttir og Pétur Hafsteinn Pálsson.
Halla María Svansdóttir og Pétur Hafsteinn Pálsson. Samsett mynd/Brynjólfur Löve

Þátturinn var tekinn upp á veitingastaðnum Hjá Höllu í Grindavík og auk Péturs var Halla María Svansdóttir, eigandi Hjá Höllu viðmælandi. 

Halla hefur ekki gist í bænum frá því að bærinn var rýmdur og segir ónotatilfinningu fylja því að hugsa til þess að gista heima um þessar mundir. 

Í þættinum ræða þau Pétur og Halla meðal annars um blómlegt líf í Grindavík áður en hamfarirnar urðu 10. nóvember. 

Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinn í spilaranum hér að neðan.

 

Hringferðin kíkti í Reykjanesbæ, þar heimsóttu þau Víkurfréttir og veitingastaðinn …
Hringferðin kíkti í Reykjanesbæ, þar heimsóttu þau Víkurfréttir og veitingastaðinn Hjá Höllu Brynjólfur Löve
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert