Vélar Icelandair ekki kyrrsettar

Vélar Icelandair hafa ekki verið kyrrsettar.
Vélar Icelandair hafa ekki verið kyrrsettar. Ljósmynd/Icelandair

Vélar Icelandair af gerðinni Boeing 737 Max 9 verða ekki kyrrsettar vegna slyss sem varð í farþegaflugi Alaska Airlines þegar stórt gat opnaðist í farþegarými vélarinnar í háloftunum. Þetta staðfestir Guðni Sigurðsson, samskiptastjóri Icelandair. 

„Við höfum verið í samskiptum við Boeing vegna málsins og höfum fengið staðfest að atvikið tengist búnaði sem er ekki til staðar í flugvélum Icelandair,“ segir Guðni í skriflegu svari til mbl.is. 

„Þær skoðanir sem flugmálayfirvöld hafa gert kröfu um ná því ekki til flugvéla Icelandair,“ segir Guðni og á við þær 170 flugvélar Boeing 737 Max 9 sem hafa verið kyrrsettar að beiðni bandarískra flugmálayfirvalda (FAA)

Krefst FAA tafarlausrar skoðunar á vélunum áður en þær fara í flug en hver skoðun ætti að taka á bilinu fjórar til átta klukkustundir.

Vél­in Alaska Airlines var á leið til Kali­forn­íu og var í 16 þúsund feta hæð er hluti farþega­rým­is­ins féll úr henni. 177 farþegar voru um borð auk áhafnar og sakaði engan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert