Stöðvun gildistöku leyfis Arctic Fish hafnað

Úrskurðarnef umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfum um að stöðva …
Úrskurðarnef umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfum um að stöðva gildistöku endurnýjaðs rekstrarleyfi Arctic Fish í Patreksfirði og Tálkanfirði. mbl.is/Ágúst Ingi

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfu veiðifélaga á Vestfjörðum um að stöðva gildistöku endurnýjaðs rekstrarleyfis Arctic Sea Farm (Arctic Fish), sem heimilar sjókvíaeldi Tálknafirði og Patreksfirði með 7.800 tonna hámarkslífmassa, á meðan unnið er úr kæru þar sem krafist er að ákvörðun um að veita leyfið verði felld úr gildi.

Matvælastofnun tilkynnti um endurnýjun rekstrarleyfisins 21. mars síðastliðinn og er það í gildi til 21. mars 2040. Stofnunin hafði greint frá tillögu að rekstrarleyfinu 3. nóvember í fyrra. Vegna tillögunnar bárust fleiri athugasemdir frá náttúruverndarsamtökum við endurnýjunina og var vísað til slysasleppingar á frjóum laxi.

Úrbætur sem Arctic Fish hefði gert á starfsháttum sínum voru hins vegar taldar nægar til að gefa út endurnýjað rekstrarleyfi.

Hinn 19. apríl síðastliðinn kærðu síðan Veiðifélag Blöndu og Svartár, Landssamband veiðifélaga og Veiðifélag Hrútafjarðarár og Síkár ákvörðun Matvælastofnunar um endurnýjun rekstrarleyfisins til úrskurðanefndar umhverfis- og auðlindamála.

Kröfðust félögin að ákvörðunin verði felld úr gildi auk þess sem krafist var að framkvæmdir verði stöðvaðar eða réttaráhrifum ákvörðunar frestað á meðan málið er til meðferðar til fyrir úrskurðarnefndinni.

Telja ekki farið að lögum

„Í kæru er byggt á því að útgáfa hins kærða rekstrarleyfis hafi farið í bága við þær kröfur sem lög geri til starfsemi sjókvíaeldis. Staðsetning sjókvíaeldis leyfishafa sé í ósamræmi við nýtt áhættumat siglinga sem kveði á um að minnka þurfi eldissvæðið við Kvígindisdal nánast um helming til þess að koma því 100 m út fyrir hvítan ljósgeira vita. Brotið hafi verið gegn fyrirmælum reglugerðar nr. 540/2020 um hnitsetningu eldisstöðva og fjarlægð frá eldissvæði ótengds aðila. Leyfið brjóti í bága við lög nr. 132/1999 um vitamál, strandsvæðisskipulag Vestfjarða og alþjóðasamning um öryggi mannslífa á hafinu,“ segir um málsrök kærenda á í tilkynningu á vef úrskurðarnefndarinnar.

Þótti kærendum ljóst að Matvælastofnun hefði ekki leitað umsagnar Landhelgisgæslunnar eða Samgöngustofu auk þess sem ekki hafi legið fyrir byggingarleyfi þó lög um mannvirki gildi um sjókvíar. Þá er því hafnað að strandsvæðisskipulag Vestfjarða frá 2022 dugi þar sem ekkert valkostamat hafi farið fram.

„Áhættumat erfðablöndunar sé að sama skapi ófullnægjandi sem grundvöllur leyfisveitingarinnar þar sem fyrirliggjandi slysasleppingar hafi kollvarpað forsendum þess. Knýjandi nauðsyn standi til þess að stöðva framkvæmdir eða stöðva réttaráhrif ákvörðunar og koma þannig í veg fyrir óafturkræf áhrif á náttúruna, svo sem reynslan hafi sýnt að raunveruleg hætta sé á,“ segir í málsgögnum.

Veiðifélögin vilja meina að útgáfa endurnýjaðs rekstrarleyfis Arctic Fish uppfylli …
Veiðifélögin vilja meina að útgáfa endurnýjaðs rekstrarleyfis Arctic Fish uppfylli ekki skilyrði laga. mbl.is/Helgi Bjarnason

Ekki ný framkvæmd

Matvælastofnun bendir á að með hinu kærða leyfi sé ekki verið að veita heimild til nýrra framkvæmda. „Í ljósi þess verður ekki álitið, með hliðsjón af því tjóni sem stöðvun framkvæmda myndi hafa í för með sér fyrir leyfishafa, svo og að teknu tilliti til þess að ekki verður talið að sú framkvæmd sem hér um ræðir sé óafturkræf, að skilyrði séu til þess að beita undantekningarheimild 5. gr. laga nr. 130/2011 og stöðva framkvæmdir á grundvelli hins kærða rekstrarleyfis.“

Sambærileg rök lagði Arctic Fish fram og sagði ljóst að fyrirtækið hafi haft rekstrarleyfi frá árinu 2017 í Patreksfirði og Tálknafirði og að öllum framkvæmdum væri lokið, þar með talið uppsetning kvía.

Úrskurðarnefndin tekur undir sjónarmið Matvælastofnunar og Arctic Fish og segir í úrskurði sínum: „Með hinu kærða leyfi eru ekki heimilaðar nýjar framkvæmdir heldur starfsemi sem leyfishafi hefur stundað í þónokkur ár. Í ljósi þess verður ekki álitið, með hliðsjón af því tjóni sem stöðvun framkvæmda myndi hafa í för með sér fyrir leyfishafa, svo og að teknu tilliti til þess að ekki verður talið að sú framkvæmd sem hér um ræðir sé óafturkræf, að skilyrði séu til þess að beita undantekningarheimild 5. gr. laga nr. 130/2011 og stöðva framkvæmdir á grundvelli hins kærða rekstrarleyfis.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.5.24 415,38 kr/kg
Þorskur, slægður 17.5.24 510,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.5.24 395,54 kr/kg
Ýsa, slægð 17.5.24 265,68 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.5.24 127,02 kr/kg
Ufsi, slægður 17.5.24 194,59 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 17.5.24 177,58 kr/kg
Litli karfi 15.5.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.5.24 150,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.5.24 Sæfugl ST 81 Grásleppunet
Grásleppa 112 kg
Þorskur 75 kg
Skarkoli 23 kg
Samtals 210 kg
20.5.24 Egill ÍS 77 Dragnót
Steinbítur 9.463 kg
Þorskur 2.701 kg
Sandkoli 93 kg
Ýsa 88 kg
Skarkoli 83 kg
Samtals 12.428 kg
20.5.24 Bjargfugl RE 55 Grásleppunet
Grásleppa 1.397 kg
Þorskur 53 kg
Rauðmagi 21 kg
Steinbítur 12 kg
Ýsa 2 kg
Skarkoli 2 kg
Samtals 1.487 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.5.24 415,38 kr/kg
Þorskur, slægður 17.5.24 510,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.5.24 395,54 kr/kg
Ýsa, slægð 17.5.24 265,68 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.5.24 127,02 kr/kg
Ufsi, slægður 17.5.24 194,59 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 17.5.24 177,58 kr/kg
Litli karfi 15.5.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.5.24 150,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.5.24 Sæfugl ST 81 Grásleppunet
Grásleppa 112 kg
Þorskur 75 kg
Skarkoli 23 kg
Samtals 210 kg
20.5.24 Egill ÍS 77 Dragnót
Steinbítur 9.463 kg
Þorskur 2.701 kg
Sandkoli 93 kg
Ýsa 88 kg
Skarkoli 83 kg
Samtals 12.428 kg
20.5.24 Bjargfugl RE 55 Grásleppunet
Grásleppa 1.397 kg
Þorskur 53 kg
Rauðmagi 21 kg
Steinbítur 12 kg
Ýsa 2 kg
Skarkoli 2 kg
Samtals 1.487 kg

Skoða allar landanir »