Hólmaborgin hálfa leið til förgunar í Esbjerg

Jón Kjartansosn, áður Hólmaborg og þaráður Eldborg, er komin langleiðina …
Jón Kjartansosn, áður Hólmaborg og þaráður Eldborg, er komin langleiðina til Esbjergs í Danmörku þar sem skipinu verður fargað. Ljósmynd/Eskja

Togbáturinn Grettir Sterki er nú staddur milli Færeyja og Hjaltlandseyja með gömlu Hólmaborgina í togi. Skipið sem síðar þekktist sem Jón Kjartansson verður dregið til Esbjerg í Danmörku þar sem skipinu er fargað.

Grettir Sterki lagði frá bryggju á Reyðarfirði með skipið síðastliðinn þriðjudag og er áætluð koma til Esbjergs 21. maí. Fram kemur í tilkynningu á Facebook-síðu Eskju að það hafi verið tilfinningaþrungin stund fyrir marga að kveðja skipið.

Grettir Sterki dregur skipið til Danmerkur.
Grettir Sterki dregur skipið til Danmerkur. Ljósmynd/Eskja

Fullyrt er að um sé að ræða „eitt fengsælasta fiskiskip Íslandssögunnar en skipið hefur fiskað rúmlega 1,5 milljón tonna og hefur svo sannarlega staðið fyrir sínu í rúm 40 ár. Hólmaborg á einnig Íslandsmetið í loðnuafla á einni vertíð. Í febrúar og mars 2002 landaði það 50.978 tonnum. Það ár veiddi Hólmaborgin alls rúm 90 þúsund tonn. Þorsteinn Kristjánsson var lengst af skipstjóri á Hólmaborginni þar til hún varð Jón Kjartansson, þá tók Grétar Rögnvarsson við sem skipstjóri.“

Hið fengsæla uppsjávarskip var smíðað áið 1978 í Svíþjóð og fékk þá nafnið Eldborg, en síðar fékk það nafnið Hólmaborg og síðan Jón Kjartansson eftir að það var lengt árið 1996. Eftir lenginuna var það stærsta og burðarmesta uppsjávarskip Íslands.

„Til gamans má geta að einn starfsmaður okkar, Bjarni Kristjánsson starfaði á skipinu undir öllum þrem nöfnum þess. Hann byrjaði á Eldborginni árið 1983, hélt svo áfram þegar skipinu var breytt í Hólmaborgina og var svo áfram þegar skipið hét Jón Kjartansson. Í dag starfar hann hjá okkur á Jóni Kjartanssyni SU 111, hann hefur því átt langan og farsælan starfsferil hjá Eskju,“ segir í tilkynnignunni.

Grétar Rögnvarsson, skipstjóri á Jóni Kjartanssyni og Daði Þorsteinsson, skipstjóri …
Grétar Rögnvarsson, skipstjóri á Jóni Kjartanssyni og Daði Þorsteinsson, skipstjóri á Aðalstein Jónssyni, sem byrjaði sinn skipstjórnarferil á Hólmaborginni kvöddu skipið á þriðjudag. Ljósmynd/Eskja
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 31.5.24 366,91 kr/kg
Þorskur, slægður 31.5.24 494,07 kr/kg
Ýsa, óslægð 31.5.24 563,86 kr/kg
Ýsa, slægð 31.5.24 324,77 kr/kg
Ufsi, óslægður 31.5.24 97,30 kr/kg
Ufsi, slægður 31.5.24 257,80 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 31.5.24 341,38 kr/kg
Litli karfi 15.5.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 30.5.24 362,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

31.5.24 Anna SH 310 Grásleppunet
Grásleppa 325 kg
Samtals 325 kg
31.5.24 Hrói SH 40 Grásleppunet
Grásleppa 866 kg
Samtals 866 kg
31.5.24 Jökull ÞH 299 Grálúðunet
Grálúða 48.955 kg
Samtals 48.955 kg
31.5.24 Tjálfi SU 63 Dragnót
Steinbítur 1.550 kg
Skarkoli 1.385 kg
Þorskur 714 kg
Sandkoli 167 kg
Samtals 3.816 kg
31.5.24 Ásdís ÞH 136 Grásleppunet
Grásleppa 2.396 kg
Þorskur 118 kg
Ufsi 81 kg
Skarkoli 28 kg
Samtals 2.623 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 31.5.24 366,91 kr/kg
Þorskur, slægður 31.5.24 494,07 kr/kg
Ýsa, óslægð 31.5.24 563,86 kr/kg
Ýsa, slægð 31.5.24 324,77 kr/kg
Ufsi, óslægður 31.5.24 97,30 kr/kg
Ufsi, slægður 31.5.24 257,80 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 31.5.24 341,38 kr/kg
Litli karfi 15.5.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 30.5.24 362,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

31.5.24 Anna SH 310 Grásleppunet
Grásleppa 325 kg
Samtals 325 kg
31.5.24 Hrói SH 40 Grásleppunet
Grásleppa 866 kg
Samtals 866 kg
31.5.24 Jökull ÞH 299 Grálúðunet
Grálúða 48.955 kg
Samtals 48.955 kg
31.5.24 Tjálfi SU 63 Dragnót
Steinbítur 1.550 kg
Skarkoli 1.385 kg
Þorskur 714 kg
Sandkoli 167 kg
Samtals 3.816 kg
31.5.24 Ásdís ÞH 136 Grásleppunet
Grásleppa 2.396 kg
Þorskur 118 kg
Ufsi 81 kg
Skarkoli 28 kg
Samtals 2.623 kg

Skoða allar landanir »