Hefðu viljað vita af uppsögnum fyrr

Eysteinn Þór segir þá skóla sem hreppi starfsfólk Grunnskólans í …
Eysteinn Þór segir þá skóla sem hreppi starfsfólk Grunnskólans í Grindavík vera heppna með nýja starfskraftinn. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Hljóðið er þannig séð þungt en þetta er kannski ekki eitthvað sem kemur á óvart,“ segir Eysteinn Þór Kristinsson, skólastjóri Grunnskóla Grindavíkur, í samtali við Morgunblaðið.

Bæjarstjórn Grindavíkur tilkynnti fyrr í vikunni að 149 manns yrði sagt upp störfum hjá bæjarfélaginu frá og með 1. júní, vegna gjörbreyttra aðstæðna í Grindavík.

Ekki er enn vitað hverjir það eru sem missa vinnuna en þegar liggur fyrir að ekkert skólastarf verður í bæjarfélaginu og því hægt að leiða líkur að því að einhverjar uppsagnanna taki til skólastarfsmanna.

Kveðst Eysteinn vongóður um að einhverjir skólastarfsmenn Grindavíkur haldi störfum sínum til að hjálpa til við aðlögun grindvískra barna í nýjum skólum.

„Við sjáum fram á að þurfa að hafa einhver augu og eyru á okkar nemendum þegar þeir dreifast á skóla vítt um landið. Það þurfa einhverjir að vera til að aðstoða þau við að aðlagast nýjum aðstæðum.“

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert