Voru í töluverðan tíma í sjónum

Þarna rétt sést í trilluna.
Þarna rétt sést í trilluna. Ljósmynd/Landsbjörg

Sjómennirnir tveir sem voru um borð í trillu sem sökk í Skagafirði í kvöld voru í töluverðan tíma í sjónum áður en björgunarsveit frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg  kom á vettvang.

Að sögn Ingimundar Ingvarssonar, sem stjórnaði aðgerðum fyrir hönd Landsbjargar frá Sauðárkróki, leið um hálftími frá því að þeir fengu útkallið þangað til þeir voru komnir á staðinn.

Frá björgunaraðgerðum.
Frá björgunaraðgerðum. Ljósmyn/Landsbjörg

Þá voru mennirnir í björgunargöllum ofan í sjónum við trilluna, sem var hálfsokkin. Mennirnir höfðu áður náð sambandi við Landhelgisgæsluna í gegnum talstöð. 

Hann segir að mennirnir hafi verið í góðu ásigkomulagi og ekkert mál hafi verið að kippa þeim upp úr sjónum. Hann bætir við að samkvæmt sjúkraflutningamönnum hafi ekkert ekkert amað að mönnunum líkamlega.

Ljósmynd/Landsbjörg

Aðspurður segist hann ekki vita hvað gerðist. Hugsanlega fékk trillan brot á sig en skipverjarnir voru ekki að draga net.

Um var að ræða fjögurra og hálfs tonna trillu.

Síðast þegar björgunarsveitin sá hana áður en sveitin fór til baka stóð stefnið á henni upp úr sjónum.

Báturinn lenti í vanda við Ingveldarstaðahólma í Skagafirði.
Báturinn lenti í vanda við Ingveldarstaðahólma í Skagafirði.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert