Mikill reykur úr gámi á Fiskislóð

Mikill reykur stígur upp úr gámi á Fiskislóð við athafnasvæði Hringrásar og er slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu á leiðinni á vettvang.

Varðstjóri slökkviliðsins gat ekki gefið fleiri upplýsingar um málið að svo stöddu. 

Fréttin verður uppfærð. 

Slökkviliðsmaður að störfum við gáminn.
Slökkviliðsmaður að störfum við gáminn. mbl.is/​Hari

Að sögn varðstjóra kviknaði í gömlu einangrunarplasti í gáminum og er slökkviliðið að vinna í því að slökkva eldinn.

Engin hætta er á að eldurinn breiðist út.

mbl.is/​Hari

Samkvæmt upplýsingum mbl.is kviknaði eldurinn í svokölluðum skúffugámi en í honum er efni úr húsi sem er verið að rífa á svæðinu.

Uppfært kl. 18.10:

Slökkviliðið lauk störfum um fjögurleytið eftir að hafa slökkt eldinn.

Starfsmenn frá Hringrás, sem er eigandi gámsins, komu með krabbakló til að aðstoða slökkviliðið á vettvangi.

mbl.is/​Hari
mbl.is/​Hari
mbl.is/​Hari
mbl.is/​Hari
Hér má sjá reykinn stíga upp úr gáminum.
Hér má sjá reykinn stíga upp úr gáminum. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert