Styrkt fyrir 340 milljónir króna

Skálholtskirkja.
Skálholtskirkja. mbl.is/Jim Smart

Um 341 milljón króna hefur verið úthlutað úr Húsafriðunarsjóði fyrir árið 2018, en alls voru veittir 215 styrkir. 252 aðilar sóttu um styrki.

Um 77 milljónum króna verður varið í verkefni tengd friðlýstum kirkjum, en hæsta styrkinn fékk Skálholtsdómkirkja, níu milljónir króna. Einnig fékk styrk Stóra-Núpskirkja, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Styrkir vegna friðlýstra húsa og mannvirkja námu um 74 milljónum króna, en hæstan styrk fékk Fakttorshúsið á Djúpavogi, tíu milljónir króna. Einnig fengu styrki gamli bærinn í Múlakoti, fimm milljónir króna. Kópavogshælið og Hljómskálinn í Reykjavík eru einnig meðal verkefna sem fengu styrk.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert