Sex metra Bola-dósin komin í leitirnar

Bola-dósin stóra og góða.
Bola-dósin stóra og góða. Ljósmynd/Facebook

Sex metra Bola-dósin, sem lýst var eftir fyrr í dag, er komin í leitirnar. „Kæru vinir Boli er fundin takk elskurnar,“ skrifar Böðvar Guðmundsson á Facebook en hann lýsti eftir dósinni upp úr hádegi.

Dósin hvarf sporlaust af svæði Hesta­manna­fé­lags­ins Spretts á dög­un­um. Böðvar biðlaði til íbúa að hafa augun opin og sú beiðni skilaði árangri.

Vegfarandi sem var að skokka í Gufunesi kom auga á dósina og hringdi í Böðvar. „Hann sá hana einhvers staðar þarna á bak við. Núna erum við á leiðinni að endurheimta dósina okkar,“ segir kátur Böðvar.

Hann hefur ekki hugmynd um hver kom dósinni þangað. „Við vitum ekkert hvernig hún endaði þarna og höfum engar vísbendingar um það.“

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert