Nýr vefur opnar í lok vikunnar

Kostnaður þingmanna verður birtur á nýjum vef sem er í …
Kostnaður þingmanna verður birtur á nýjum vef sem er í vinnslu. mbl.is/Eggert

Nýr vefur með upplýsingum um kostnað alþingismanna opnar í lok vikunnar ef allt gengur að óskum. Þetta segir Helgi Bernódusson, skrif­stofu­stjóri Alþing­is. 

„Þetta er snúið tæknilega og byggir á samvinnu milli tölvudeildar og fjármáladeildar okkar og þess fyrirtækis sem þjónustar bókhaldskerfið okkar,“ segir Helgi. Hann segist jafnframt jákvæður með að sú áætlun sem lagt var upp með, að vefurinn opni í vikunni, muni standast.  

Í síðustu viku var opnað fyrir 1. áfanga nýrrar upplýsingasíðu á vef Alþingis en þar birtast fastar launagreiðslur til þingmanna og fastar kostnaðargreiðslur. Þær síðarnefndu eru frá 30 þúsund upp í 258 þúsund krónur. 

Í lok þessarar viku opnar 2. áfangi vefsíðunnar þar sem birtast upplýsingar um breytilegar greiðslur þ.m.t. end­ur­greiðslur fyr­ir út­lögðum ferðakostnaði. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert