Súkkulaðihugleiðsla nýjasta nýtt

„Það er ekkert skrýtið að við leitum alltaf í súkkulaði,“ segir Tinna Sverrisdóttir, súkkulaði-seiðkona og annar eiganda Andagiftar, nýs jóga- og hugleiðsluseturs. Í 100% súkkulaði leynist ýmis efni sem hafi róandi eiginleika og framkalli vellíðan. Því sé það notað til að búa til seið sem framkalli dýpri hugleiðslu.

mbl.is kíkti á Andagift og fræddist um súkkulaðihugleiðslu, tónheilun og hugleiðslu. Tinna sér um að útbúa súkkulaðið en hún lærði fræðin í Gvatemala á síðasta ári. Lára Rúnarsdóttir er hinn eigandinn en hún er jógakennari og báðar hafa þær bakgrunn úr tónlist.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert