Farangursvagn skemmdi flugvélina

Farangursvagn á Akureyrarflugvelli fór utan í flugvélina.
Farangursvagn á Akureyrarflugvelli fór utan í flugvélina. Ljósmynd/Hörður Geirsson

Seinkun varð á flugi Air Iceland Connect frá Akureyri til Reykjavíkur í kvöld þegar farangursvagn á Akureyrarflugvelli fór utan í vélina og rispaði hana.

Vélin átti að leggja af stað til Reykjavíkur rúmlega átta í kvöld. Fjallað er um málið á fréttavef RÚV, sem segir að unnið hafi verið að því taka úr fremra farangurshólfi vélarinnar þegar óhappið átti sér stað.

Er haft eftir Árna Gunnarssyni, framkvæmdastjóra Air Iceland Connect, að ákveðið hafi verið láta flugvirkja meta ástand vélarinnar, þar sem rispan sé á viðkvæmum stað. Flugvirki hafi því verið sendur norður til að skoða vélina og muni sú vél flytja síðan flytja farþegana sem áttu bókað flug til Reykjavíkur.

Er búist við að seinkunin muni nema um tveimur tímum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert