Vilborg Arna heldur upp í nótt

Vilborg Arna segir fagnaðarlæti hafa brotist út þegar fréttist á …
Vilborg Arna segir fagnaðarlæti hafa brotist út þegar fréttist á Sjerparnir hefðu náð á toppinn. Ljósmynd/Vilborg Arna Gissurardóttir/Instagram

Vilborg Arna Gissurardóttir greinir frá því á Facebook-síðu sinni að mikil fagnaðarlæti hafi brotist út í grunnbúðum í dag, þegar ljóst var að sjö Sherpar höfðu náð á toppinn kl. 13.15 að staðartíma. „Frábærar fréttir!“ segir Vilborg Arna. 

„Fyrstu vestrænu klifrararnir munu að öllum líkindum ná upp á morgun en eftir það er enginn augljós gluggi á allra næstu dögum. Ég fer þó upp í nótt til þess að halda aðlögun og vonandi gefst færi áður en langt um líður.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert