Tillaga Fjarðaáls um umhverfismatsáætlun vegna álvers lögð fram

Alcoa Fjarðaál hefur lagt fram tillögu að matsáætlun vegna byggingar álvers í Reyðarfirði, Fjarðabyggð, með allt að 346.000 tonna ársframleiðslu. Veittur er frestur til 15. ágúst til að gera athugasemdir við tillöguna en Alcoa Fjarðaál áætlar að skila matsskýrslu í nóvember.

Tillaga að matsáætlun liggur frammi til kynningar frá 2. til 15. ágúst 2005 hjá Skipulagsstofnun og á Netinu. Allir hafa rétt á að kynna sér tillöguna og leggja fram athugasemdir. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 15. ágúst 2005 til Skipulagsstofnunar.

Hægt er að lesa tillöguna á heimasíðu Alcoa Fjarðaáls.

Tillaga að matsáætlun

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert