Afmælisbarnið Katla tryggði Kristianstad sigurinn

Katla Tryggvadóttir var valin efnilegasti leikmaður Bestu deildarinnar á síðasta …
Katla Tryggvadóttir var valin efnilegasti leikmaður Bestu deildarinnar á síðasta og þarsíðasta tímabili. mbl.is/Árni Sæberg'

Katla Tryggvadóttir skoraði síðara mark Kristianstad DFF þegar liðið heimsótti Piteå í sænsku úrvalsdeildinni í dag. Guðrún Arnardóttir var á sínum stað í vörn Rosengård sem vann stórsigur á útivelli.

Piteå komst yfir eftir tíu mínútna leik en gestirnir frá Kristianstad sneru leiknum við á þriggja mínútna kafla í síðari hálfleik. Tabby Tindell jafnaði metin á 61. mínútu og Katla skoraði sigurmarkið tveimur mínútum síðar. 2:1 fyrir Kristianstad sem er með 6 stig eftir fjóra leiki um miðja deild. Hlín Eiríksdóttir lék allan leikinn fyrir Kristianstad en Guðný Árnadóttir var ekki í leikmannahópi liðsins.

Rosengård heimsótti Linköping og var 5:1 yfir í hálfleik. Síðari hálfleik var frestað um rúmar tuttugu mínútur vegna úrhellis rigningar en það kom ekki að sök fyrir Rosengård sem vann að lokum 6:1 og situr í efsta sæti með fullt hús stiga.

Hlín Eiríksdóttir var á sínum stað í liði Kristianstad
Hlín Eiríksdóttir var á sínum stað í liði Kristianstad Ljósmynd/Alex Nicodim
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert