Engar sannanir sem bendla UNRWA við árásina

Unrwa er sagt helsta líflína fólks á flótta.
Unrwa er sagt helsta líflína fólks á flótta. AFP/Mohammed Abed

Ísraelsmenn eiga enn eftir að koma fram með sannanir sem gefa til kynna þátttöku starfsmanna Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) í hryðjuverkaárásinni í Ísrael 7. október. 

Þetta kemur fram í skýrslu sem leidd var af Catherine Colonna, fyrrverandi utanríkisráðherra Frakklands, og naut hún liðsinnis þriggja norrænna rannsóknarstofnana.

Fram kemur að SÞ höfðu sent Ísraelsmönnum lista yfir þá starfsmenn sem sinnt hafa aðstoðinni frá árinu 2011. Í skýrslunni segir að enn sem komið er hafi stjórnvöld í Ísrael ekki borið á torg neinar sannanir sem bendla starfsfólk við árásina.

32 þúsund starfsmenn

UNRWA er að flestra mati helsta líflína flóttamanna í stríðsátökunum. Ásakanir leiddu til þess að stórtækar peningagjafir fjölmargra þjóða til aðstoðarinnar voru frystar.

Í framhaldinu fengu stór hluti þeirra 2,3 milljóna manna, sem eru á hrakförum vegna stríðsins, enga aðstoð. Bæði á Gasasvæðinu sem og í flóttamannabúðum víðsvegar fyrir botni miðjarðarhafs.

Í skýrslunni kemur fram að 32 þúsund manns starfi við flóttamannaaðstoðina. Í henni eru lagðar til úrbætur í sambandi við eftirlit með þeim sem fái að sinna aðstoðinni en jafnframt er bent á það að starfsfólk undirgengst þegar strangara eftirlit en sambærilegar hjálparstofnanir.

Guardian segir frá. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka