Billund-flugvöllur opnar eftir sprengjuhótun

Karl­maður á fertugsaldri hef­ur verið hand­tek­inn í tengsl­um við sprengju­hót­un­ina …
Karl­maður á fertugsaldri hef­ur verið hand­tek­inn í tengsl­um við sprengju­hót­un­ina á flug­vell­in­um. mbl.is

Billund-flugvöllur í Danmörku var opnaður aftur klukkan 19 í kvöld að staðartíma, eftir að flugvöllurinn var rýmdur vegna sprengjuhótunar í morgun. 

Karl­maður á fertugsaldri hef­ur verið hand­tek­inn í tengsl­um við sprengju­hót­un­ina á flug­vell­in­um. Hlutur sem talinn er innihalda sprengiefni var handlagður af lögreglu.

Tilkynnti sjálfur um verknaðinn

Lögreglan á Suður-Jótlandi segir í tilkynningu að maðurinn hafi sjálfur tilkynnt um sprengiefnið sem hann skyldi eftir á flugvellinum.

Rann­sókn stend­ur yfir á því hvort hót­un­in teng­ist því þegar hraðbanki var sprengd­ur upp við Nod­marks­veg í Bil­l­und í nótt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka