Að minnsta kosti 58 létu lífið á leið í jarðarför

Ekki er vitað um heildarfjölda látinna. Mynd úr safni.
Ekki er vitað um heildarfjölda látinna. Mynd úr safni. AFP

Að minnsta kosti 58 létu lífið eftir að bátur sem var að ferja fólk á leið í jarðarför hvolfdi í Bangví, höfuðborg Mið-Afríkulýðveldisins. 

Samkvæmt vitnum var báturinn að ferja rúmlega 300 manns þegar hann hvolfdi í Mpoko-fljótinu. Hann er sagður hafa verið yfirfullur og að það hafi verið orsök slyssins. 

„Okkur tókst að draga 58 lík úr fljótinu, en við vitum ekki heildafjölda þeirra sem enn eru í fljótinu,“ sagði Thomas Djimasse, forstjóri almannavarna í Mið-Afríkulýðveldinu, við fréttastofu Radio Guira.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka