Hisbollah tilkynnir flugskeytaárás á Ísrael

Hassan Nasrallah, leiðtogi Hisbollah-samtakanna.
Hassan Nasrallah, leiðtogi Hisbollah-samtakanna. Skjáskot/irna.ir

Sérfræðingar Ísraelsmanna telja að árás Íran muni beinast að hernaðarskotmörkum. Ekki er talið að byggingar þar sem almennir borgarar hafi aðsetur verði skotmörk.

Staðfest hefur verið að flugskeytum og drónum hefur verið skotið frá Íran og Írak. Einnig hefur borist staðfesting um að Hútúar í Jemen hafi sent sprengjudróna í átt að Ísrael.

Þá segir á CNN að hryðjuverkasamtökin Hisbollah í Líbanon hafi skotið flugskeytum í átt að höfuðstöðvum flughers Ísraelsmanna en stofnunin fer með loftvarnir landsins. 

Yfirmenn hermála í Ísrael er sagðir ráða ráðum sínum en enn sem komið er hefur engin yfirlýsing borist frá Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísrael.

Netanjahú hefur þó sagt að Ísraelar hafi á undanförnum dögum undirbúið sig fyrir árás frá Íran.

Hræðilegar afleiðingar 

Ali Vaez, stjórnandi alþjóðlegs krísustjórnunarhóps, segir að Íran og Ísrael séu að færa átök í Mið-Austurlöndum á áður óþekktan stað.

„Það er erfitt að undirstrika nægjanlega hversu mikil kaflaskil þetta eru og hversu hræðilegar afleiðingarnar gætu orðið.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka