Myrtur fyrir framan son sinn

Sænska lögreglan rannsakar málið.
Sænska lögreglan rannsakar málið. AFP

Karlmaður á fertugsaldri var myrtur fyrir framan son sinn í undirgöngum í hverfinu Skärholmen í suðurhluta Stokkhólms í Svíþjóð í gær.

Samkvæmt upplýsingum Aftonbladet virðist maðurinn hafa átt í orðaskiptum við hóp manna í göngunum með þeim afleiðingum að hann var skotinn í höfuðið.

Sonur mannsins hringdi í neyðarlínuna klukkan 18.15 að staðartíma, eða klukkan 16.15 að íslenskum  tíma.

Innan við þremur klukkustundum síðar tilkynnti lögreglan að maðurinn, sem var 39 ára, hefði látist af sárum sínum.

Fyrst var talið að um einhvers konar slysaskot hefði verið að ræða. Nýjustu heimildir Aftonbladet herma aftur á móti að maðurinn hafi sagt eitthvað við gengið með þeim afleiðingum að hann var skotinn.

Þó nokkrir eru sagðir hafa yfirgefið svæðið á rafmagnshjólum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert